Hugmyndafræði nýsköpunnar. Hugarflæði, þróun og vinnsla hugmynda.
Samþykkt af skóla
1
5
Unnið með hugmyndafræði nýsköpunar þar sem áhersla er lögð á þróun og vinnslu hugmynda. Í áfanganum er unnið með að efla skapandi hugsun sem og efla þá hæfni sem þarf til þess að koma þeim á framfæri. Áhersla er lögð á ferli hugmyndavinnu frá hugarflæði til fullunna afurð hugmyndarinnar. Fjallað verður um þarfagreiningu og innsýn veitt í gerð viðskiptaáætlana. Áhersla verður lögð á að nemendur vinni sjálfstætt sem og í samvinnu við aðra. Einnig verður áhersla lögð á að nemendur kynnist sem fjölbreyttustum leiðum til þess að vinna og þróa hugmyndir sínar. Í tengslum við þessa vinnu læra nemendur aðferðir við að skrásetja verkefni sín.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Hugtökum og aðferðum hugmyndavinnu
Aðferðum til þess að skrásetja og halda utan um hugmyndir
Aðferðum og mikilvægi til þess að skrásetja niðurstöður og framkvæmd hugmyndavinnu
Mismunandi hugmyndavinnuferlum
Hugmyndafræði nýsköpunar
Ýmsum hugtökum frumkvöðlafræðinnar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Vinna með hugmyndir frá hugarflæði til afurðar
Beita mismunandi úrvinnsluaðferðum í hugmyndavinnu
Skrásetja hugmyndir
Skrásetja þróun og framkvæmd hugmynda
Skýra hugmyndir sínar á margvíslegan máta
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Sýna frumkvæði og skapandi nálgun í hugmyndastarfi
Greina og sjá tækifæri til nýsköpu
Vinna hugmyndir á margvíslegan og fjölbreyttan máta
Þróa og vinna hugmyndir í samvinnu með öðrum
Beita sjálfstæðum vinnubrögðum í þróun eigin hugmynda