Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1647354298.6

    Nýsköpun – Hugmyndavinna
    NÝFR1HV05
    3
    Nýsköpun og frumkvöðlafræði
    Hugmyndafræði nýsköpunnar. Hugarflæði, þróun og vinnsla hugmynda.
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Unnið með hugmyndafræði nýsköpunar þar sem áhersla er lögð á þróun og vinnslu hugmynda. Í áfanganum er unnið með að efla skapandi hugsun sem og efla þá hæfni sem þarf til þess að koma þeim á framfæri. Áhersla er lögð á ferli hugmyndavinnu frá hugarflæði til fullunna afurð hugmyndarinnar. Fjallað verður um þarfagreiningu og innsýn veitt í gerð viðskiptaáætlana. Áhersla verður lögð á að nemendur vinni sjálfstætt sem og í samvinnu við aðra. Einnig verður áhersla lögð á að nemendur kynnist sem fjölbreyttustum leiðum til þess að vinna og þróa hugmyndir sínar. Í tengslum við þessa vinnu læra nemendur aðferðir við að skrásetja verkefni sín.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Hugtökum og aðferðum hugmyndavinnu
    • Aðferðum til þess að skrásetja og halda utan um hugmyndir
    • Aðferðum og mikilvægi til þess að skrásetja niðurstöður og framkvæmd hugmyndavinnu
    • Mismunandi hugmyndavinnuferlum
    • Hugmyndafræði nýsköpunar
    • Ýmsum hugtökum frumkvöðlafræðinnar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Vinna með hugmyndir frá hugarflæði til afurðar
    • Beita mismunandi úrvinnsluaðferðum í hugmyndavinnu
    • Skrásetja hugmyndir
    • Skrásetja þróun og framkvæmd hugmynda
    • Skýra hugmyndir sínar á margvíslegan máta
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Sýna frumkvæði og skapandi nálgun í hugmyndastarfi
    • Greina og sjá tækifæri til nýsköpu
    • Vinna hugmyndir á margvíslegan og fjölbreyttan máta
    • Þróa og vinna hugmyndir í samvinnu með öðrum
    • Beita sjálfstæðum vinnubrögðum í þróun eigin hugmynda
    Leiðsagnarmat