Unnið með hugmyndafræði nýsköpunar þar sem markmið áfangans er að nemandinn dýpki skilning sinn á faglegu hönnunar- og hugmyndaþróunarferli. Nemandi kynnist framleiðsluferli frá hugmynd til afurðar. Áhersla verður lögð á rannsóknir og greining á tækifærum og þörfum nærumhverfisins. Nemendur búa til viðskiptaáætlanir út frá rannsóknarvinnu þeirra og greiningum. Í gegnum lausnarmiðað nám öðlast nemendur þjálfun í að skilgreina þarfir, vinna að lausnum og stefna að afurð. Með hópastarfi munu nemendur öðlast leikni í að ákvarða og stýra hugmynda- og verkefnavinnu.
NÝFR 1 HV 05
Eða samsvarandi Nýsköpunaráfangi á fyrsta þrepi
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Hugtökum og aðferðum þarfagreiningar
Framkvæmd rannsóknarvinnu í hugmyndaþróunarstarfi
Aðferðum til þess að túlka niðurstöður rannsókna og þarfagreiningar
Ferlinu sem felst í gerð viðskiptaáætlana
Hugmyndafræði nýsköpunar
Mikilvægi verkefnastýringar
Þróunarvinnu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Rannsaka og þarfagreina umhverfi sitt
Túlka niðurstöður rannsóknarvinnu
Skapa viðskiptaáætlun
Beita mismunandi úrvinnsluaðferðum í hugmyndavinnu • Vinna í teymisvinnu
Vinna í teymisvinnu
Greina og stýra verkefnum
Skrásetja þróun og framkvæmd hugmynda
Skýra hugmyndir sínar á margvíslegan máta
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Sýna frumkvæði og skapandi nálgun í hugmyndastarfi
Þarfagreina og sjá tækifæri til nýsköpunar
Beita rannsóknum í athugunum sínum og hugmyndavinnu