Þessi áfangi er framhald af textíláfanga eitt og er því nokkuð svipaður þeim áfanga nema að gerð verður meiri krafa til nemenda um sjálfstæð vinnubrögð og vandvirkni. Nemendur kynnast ólíkri tækni, fleiri aðferðum og öðrum efnum en í áfanga eitt og farið verður dýpra í alla verkefnavinnu. Verkefni áfangans eru kröfumeiri en í áfanga eitt og krefjast meiri athygli nemenda. Þau eru þó áfram fjölbreytt og nokkuð frjáls í þeirra höndum og tímarnir bjóða upp á afslappað og þægilegt andrúmsloft. Áfram verður reynt að vinna með endurnýtingu efna og koma þannig í veg fyrir óþarfa sóun. Nemendur fá tækifæri til að vera frumlegir og skapandi í verkum sínum og halda áfram að þjálfast í gagnrýnni hugsun gagnvart eigin verkum og annarra. Engin heimavinna í þessum áfanga.
LIGR1KY03 eða MYNL1GT03 eða TEXL1TE03
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
munsturgerð og meðferð mynstra
formum, línum og hreyfingu innan listsköpunar
viðfangsefnum sem lúta að samspili umhverfis, ólíkra efna og aðferða innan textíls
ferli frá hugmynd að fullunnu verki
gildi lita og notkun þeirra í umhverfi okkar
mikilvægi þess að sýna öguð og vönduð vinnubrögð í handverki
umhverfismennt og gildi þess að endurnýta efni
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
notkun hugmyndabókar og skráningu hugmynda
að skipuleggja eigið vinnuferli og gera uppdrætti eða skissur að verkefni
sjálfstæðum vinnubrögðum og vandvirkni í verkefnavinnu
að skapa mynstur og raða þeim saman á mismunandi hátt með hjálp ólíkra aðferða
að setja fram hugmyndir sínar á munnlegan hátt og ræða þær opinskátt
að vinna með endurnýtanleg efni í listsköpun
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
nýta hæfni sína í listræna vinnu og sköpun
vinna með hugmyndir sínar á persónulegan hátt og sýna sjálfstæði
sýna frumkvæði að verkefnum og verkefnavali
beita gagnrýnni og skapandi hugsun og sýna áræðni og frumleika við lausnir vinnu sinnar
geta opnað augun fyrir hinum hversdagslegu hlutum í umhverfinu og nýtt þá í listsköpun
vinna með efni úr nánasta umhverfi
þroska færni sína og skilning á listsköpun og handverki
vera sjálfbær og tileinka sér umhverfisvæna hugsun í listsköpun og handverki
Leiðsagnarnám. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.