Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1648043539.63

    Nýsköpun - Frumkvöðlafræði, viðskipti og markaðsmál
    NÝFR3VM05
    2
    Nýsköpun og frumkvöðlafræði
    Frumkvöðlafræði, MArkaðsmál, Viðskipti
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Unnið verður í frumkvöðlafræði þar sem markmið áfangans er að nemandinn dýpki skilning sinn á hvað það þýðir að sinna hugmyndavinnu og vöruþróun í faglegu umhverfi. Kennt verður hvernig á að standa að stofnun fyrirtækja, Lögð er sérstök áhersla á að skipuleggja og vinna samkvæmt settum viðskiptaáætlunum. Unnið verður með markaðsgreiningu, framleiðsluáætlanir og söluáætlanir. Áherslur verða einnig að kostnaðargreina vinnu, verkefni og aðföng. Nemendur búa til viðskiptaáætlanir og starfa úr frá þeim í lausnarmiðuðu námi þar sem elft verður samband nemenda við fyrirtæki og stofnanir í nærumhverfinu. Með virkri teymisvinnu munu nemendur öðlast leikni í að rannsaka og kynna vörur sem og skipuleggja framleiðslu og sölu á afurðinni.
    Amk. 5 einingar á fyrsta þrepi og 10 einingar á öðru þrepi af Nýsköpunar eða Frumkvöðlafræði áföngum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Vöruþróun
    • Markaðsgreiningu
    • Markaðssetningu
    • Skipulagningu og rekstri fyrirtækja
    • Gerð og framkvæmd viðskiptaáætlana
    • Söluferlum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Gera markaðskannanir
    • Gera markaðsáætlanir
    • Útbúa vöru úr afurð hugmynda
    • Stofna fyrirtæka
    • Reka fyrirtæki
    • Skapa og fylgja viðskiptaáætlunum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Sýna frumkvæði og skapandi nálgun í markaðssetningu hugmynda
    • Stofna fyrirtæki
    • Reka fyrirtæki
    • Brúa bil milli hugmynda og atvinnulífs
    • Greina og þróa vöru frá hugmynd til framkvæmdar
    Leiðsagnamat