Unnið verður í frumkvöðlafræði þar sem markmið áfangans er að auka skilning á fyrirtækjarekstri, viðskiptaáætlunum, rekstrarreikningum og efnahag. Skilja þarf mikilvægi fjármagns í nýsköpun og frumkvöðlastarfi og kynntar verða leiðir til þess að leita fjármagns í gegnum einkaaðila sem og styrki. Áhersla verður lögð á sjálfbærni í rekstri þar sem fjárþörf og rekstur er greint og endurspeglað í viðskiptaáætlunum. Kynntar verða mismunandi rekstrarlíkön fyrirtækja – áhersluatriði verður að nemendur læri að setja hugmyndir fram í einföldum rekstarlíkönum. Nemendur kynnist mismunandi formum til þess að kynna og selja hugmyndir sínar.
Nýsköpun – Frumkvöðlafræði, viðskipti og markaðsmál - eða samsvarandi áfangi á 3.þrepi
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Frumkvöðlafræði
Fyrirtækjarekstri
Rekstrargreiningu
Eigin fé fyrirtækja og lánsfé
Gerð og framkvæmd styrktaráætlana
Styrktarleiðir
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Gera viðskiptaáætlanir
Skipuleggja fyrirtækjarekstur
Setja upp einfalt rekstrarlíkan
Leita fjármagns
Nýta sér hugmyndir frumkvöðlafræðinnar sér til framdráttar
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: