Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1648132256.27

    Hagfræði og fjármál
    HAGF2ÞF05
    19
    hagfræði
    Þjóðhagfræði og fjármálalæsi
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Nemendur fá innsýn í helstu grunnhugtök og meginviðfangsefni hagfræðinnar. Fjallað er um grunneiningar hagkerfisins og samspil þeirra í markaðsþjóðfélagi. Hringrás efnahagslífsins er útskýrð og fjallað um helstu hagstærðir þjóðarbúsins og innbyrðis tengsl þeirra. Áhersla er lögð á fjármál einstaklingsins og mikilvægi meðvitaðar ákvarðanartöku í fjármálum til lengri og/eða skemmri tíma. Nemendur fá þjálfun í hagnýtum útreikningum í tengslum við tekjur, útgjöld, sparnað, lánamál og fleira.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnhugtökum og kenningum í þjóðhagfræði
    • helstu hugtökum hagfræðinnar
    • hvernig hlutverki hins opinbera er háttað, skattkerfi og samneyslu
    • gengi gjaldmiðla og áhrif gengis á viðskipti í víðum skilningi
    • sparnaði, lántöku, vöxtum og verðbótum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • útskýra grunhugtök og kenningar í þjóðhagfræði
    • lesa og skilja fréttir um hagfræðileg málefni
    • afla sér upplýsinga um hagfræðileg málefni
    • reikna og túlka hagstærðir eins og verðbólgu, vexti, hagvöxt o.fl
    • gera sitt eigið skattframtal
    • greina fjármálahugtök
    • reikna laun og vexti, framreikna lán og skuldir
    • undirbúa framtíðar markmið í sparnaði, fjárfestingum o.þ.h.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • taka þátt í daglegri fjármálaumræðu út frá faglegu sjónarmiði og dæmum
    • taka upplýstar ákvarðanir um eigin fjármál
    • skýra hvernig hagkerfi starfar og helstu verkefnum sam aðilar hagkerfisins takast á við
    • vera læs á helstu stoðir hagkerfisins
    • geta skýrt frá mikilvægi markmiðasetningar í fjármálum einstaklinga í lengri og/eða skemmri tíma
    • afla sér frekari þekkingar um fjármál og geta nýtt sér upplýsingatækni og netið við öflun upplýsinga og lausn verkefna sem tengjast fjármálaviðfangsefnum
    Leiðsagnarmat þar sem vinna nemenda er metin jafn óðum allan námstímann. Til grundvallar matinu eru fjölbreytt verkefni og/eða próf úr ólíkum efnisþáttum.