Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1648734909.74

    Inngangur að félagsfræði
    FÉLA2AK05
    54
    félagsfræði
    almenn kynning
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er fjallað um undirstöðuatriði félagsfræðinnar ásamt lykilatburðum sem hafa haft áhrif á þjóðfélags- og iðnbyltingar, hagnýtt gildi félagsfræðinnar og helstu frumkvöðla hennar. Farið verður yfir nútímaleg áhrif samfélagsmiðla á einstaklinga t.d. áhrif þeirra á samskipti ásamt kostum þeirra og göllum. Einnig er fjallað um félagsleg festi, hlutverk mismunandi stofnana í samfélaginu, samfélagsleg áhrif á sjálfsmynd og ólíkar þarfir einstaklinga. Fjallað er um ólíka menningu, áhrif menningar á einstaklinga, félagsmótun, félagsleg viðmið, fjölmiðla og áhrif þeirra, helstu trúarbrögð í heiminum, rannsóknaraðferðir félagsvísinda. Auk þess er fjallað um almenn atriði tengt stjórnmálum, fjölbreyttan vinnumarkað og áhrif vinnunar á líf einstaklinga.
    Engar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • lykilatriðum sem hafa haft áhrif á samfélagsmótun nútímans þ.e. áhrif þjóðfélags- og iðnbyltinga
    • hagnýtu gildi félagsfræðinnar og frumkvöðlum hennar
    • nútímalegum áhrifum samfélagsmiðla þ.e. áhrif þeirra á samskipti ásamt kostum og göllum
    • félagslegum festum og hlutverkum mismunandi stofnana í samfélaginu
    • samfélagsleg áhrif á sjálfsmynd og þarfir einstaklinga, ólíka menningu og áhrif menningar á líf einstaklinga
    • félagsmótun, félagslegum viðmiðum, fjölmiðlum og áhrifum þeirra á einstaklinga
    • helstu trúarbrögðum heimsins og helstu einkenni þeirra
    • rannsóknaraðferðum félagsvísinda, almennum atriðum tengt stjórnmálum, fjölbreyttum vinnumarkaði og áhrif vinnunar á líf einstaklinga
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • geta aflað sér traustra og áreiðanlegra upplýsinga um viðfangsefni félagsfræðinnar
    • greint upplýsingar og sett í fræðilegt samhengi
    • tjá þekkingu sína á munnlegan og skriflegan hátt
    • vinna á sjálfstæðan og ábyrgan hátt undir leiðsögn
    • nýta margvíslega tækni í þekkingarleit og á ábyrgan og gagnrýnin hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • taka þátt í umræðum þar sem hann getur tjáð skoðanir sínar, rökstutt þær og hlustað á skoðun annarra
    • geta beitt öguðum vinnubrögð og borið ábyrgð á eigin námi
    • vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra
    • búa til og miðla rannsóknarverkefni
    • hugsa og starfa á gagnrýnin og skapandi hátt
    • miðlað þekkingu sinni og hugmyndum með stafrænum hætti
    • til að meta eigið vinnuframlag
    • búa yfir hæfni til að takast á við frekara nám
    Leiðsagnarmat þar sem vinna nemenda er metin jafnóðum allan námstímann. Til grundvallar matsins eru fjölbreytt verkefni úr ólíkum efnisþáttum.