Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1648735151.83

    Mannkynssaga frá 4000 f.kr til nútímans
    SAGA2MS05
    52
    saga
    mannkynssaga
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er fjallað um sögu mannkyns frá fornöld og fram til um 1800 e.Kr. þar sem einblínt er á ákveðin tímabil sem talin eru lykilþættir í mannkynssögunni. Farið er yfir upphaf og uppruna mannsins ásamt útrás mannkynsins um jörðina, lífshætti á fornöld, fyrstu ummerki um nám, völd, trúarbrögð og ýmislegar uppfinningar, landbúnaðarbyltinguna og áhrif hennar, fljótsdalamenningu og tækninýjungar. Einnig er farið yfir upphaf grískrar menningar, gríska stjórnarhætti, upphaf lýðræðis, myndun borgríkja, gríska heimspekinga og áhrif þeirra, aðdragandann að Rómaveldi ásamt framþróun og endalokum veldisins. Menning miðalda er til skoðuð ásamt siðaskiptaskiptum í Evrópu. Endurreisnartímbilið í Evrópu er einnig skoðað þar sem farið er yfir helstu listamenn þess. Fjallað er um landfundi Evrópumanna þ.e. aðdraganda, framþróun og áhrifum þess tímabils. Auk þess er fjallað um vísindabyltingar og þær byltingarkenndu uppfinningar sem breyttu bæði lifnaðarháttum og heimssýn manna. Aðdragandann að sérhæfingu listar þ.e. tónlist, dans o.fl. og helstu tónlistarmönnum sem fóru að láta kveða að sér eru til skoðunar ásamt margvíslegum hugmyndum sem komu upp á upplýsingaröld sem hafa lagt ákveðin grundvöll að nútímalegum hugmyndum í samfélagi manna.
    Engar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • upphafi, uppruna og útrás mannkynsins um jörðina, lífshætti á fornöld, fyrstu ummerki um nám, völd, trúarbrögð og uppfinningar
    • landbúndaðarbyltinguna, fljótsdalamenningu og tækninýjungar
    • upphafi grískrar menningar, gríska stjórnarhætti, upphaf lýðræðis og myndun borgríkja, grískum heimspekingum og áhrifum þeirra
    • aðdraganda, framþróun og endalok Rómaveldis, menningu miðalda og siðaskiptum í Evrópu, endurreisnartímabilinu og helstu listamenn þess
    • landafundi Evrópumanna þ.e. aðdraganda, framþróun og áhrifum
    • vísindabyltingar, byltingakenndar uppfinningar og áhrif þeirra á breytta heimssýn manna
    • aðdragandan að sérhæfingu listar þ.e. tónlist og dans og fræga tónlistarmenn
    • upplýsingaröld og áhrifum hennar á nútímalega lifnaðarhætti
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • geta aflað sér traustra og áreiðanlegra heimilda um viðfangsefni sögunnar
    • greint upplýsingar og sett í fræðilegt og sögulegt samhengi
    • tjá þekkingu sína á munnlegan og skriflegan hátt
    • vinna á sjálfstæðan og ábyrgan hátt undir leiðsögn
    • nýta margvíslega tækni í þekkingarleit og á ábyrgan og gagnrýnin hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • taka þátt í umræðum þar sem hann getur tjáð skoðanir sínar, rökstutt þær og hlustað á skoðun annarra
    • geta beitt öguðum vinnubrögð og borið ábyrgð á eigin námi
    • vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra
    • miðla sögulegri þekkingu sinni á fjölbreyttan hátt
    • hugsa og starfa á gagnrýnin og skapandi hátt
    • miðlað þekkingu sinni og hugmyndum með stafrænum hætti
    • til að meta eigið vinnuframlag
    • búa yfir hæfni til að takast á við frekara nám
    Leiðsagnarmat þar sem vinna nemenda er metin jafnóðum allan námstímann. Til grundvallar matsins eru fjölbreytt verkefni úr ólíkum efnisþáttum.