Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1649695875.42

    Iðnreikningur, grunnur
    IÐNA1GR05
    1
    Iðnreikningur
    Grunnur
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Þjálfaðar eru aðferðir til að fást við ýmsa útreikninga í iðngreinum. Farið er yfir grunnatriði eins og samlagningu, frádrátt, margföldun og deilingu. Tugabrot, almenn brot, prósentureikningur, hlutföll, gráður og hornaföll eru skoðuð. Nemendur þjálfast í að umreikna mælieiningar og kynnast því hvernig unnið er með breytingar stærða í SI einingakerfinu. Nemendur læra að lesa, túlka og búa til gröf og töflur. Nemendur þjálfast í að fást við jöfnur og þær reiknireglur sem gilda við lausn þeirra ásamt því að vinna með lengdir, flatarmál, rúmmál og tíma. Tekin eru dæmi úr viðkomandi iðngreinum þegar mögulegt er og leitast við að laga námið að áhuga- og hæfnisviði nemenda.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Samlagningu og frádrætti.
    • Margföldun og deilingu.
    • Tugabrotum og almennum brotum.
    • Hlutföllum og prósentum.
    • Hornum og hornaföllum.
    • Lengdum, flatarmáli, rúmmáli og tíma.
    • Gröfum og töflum.
    • Jöfnum og aðferðum við úrlausn þeirra.
    • SI einingakerfinu.
    • Hugtökunum vinnu, afli og orku.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Nota þær reikniaðferðir sem fjallað er um.
    • Greina hvaða reikniaðferðir gagnast í námi og starfi.
    • Miðla þeirri þekkingu sem hann öðlast í áfanganum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Nýta reikniaðferðir á skapandi og hagnýtan hátt í námi og starfi.
    • Velja reikningsaðferðir við hæfi á sjálfstæðan og skapandi hátt.
    • Nýta talnareikning til að auðvelda sér nám og störf í sinni iðngrein.
    • Draga rökstuddar ályktanir af útreikningum sínum.
    • Gera sér grein fyrir því að rangir eða rangt túlkaðir útreikningar geta valdið tjóni í starfi og því fylgi þeim ábyrgð.
    Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.