Farið er yfir mismunandi suðuaðferðir í yfirbyggingu bifreiða svo sem stálsuðu, koparsuðu, álsuðu og punktsuðu. Fjallað er um virkni og meðferð mismunandi tækja og verkfæra. Unnin eru verkefni í mismunandi suðuaðferðum á efnisþykkt 0,8 til 1,5 mm. Áhersla er lögð á öryggisatriði og notkun á réttum hlífðarbúnaði.
Grunnnám bíliðngreina.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Mismunandi suðuaðferðum í yfirbyggingum bifreiða.
Virkni mismunandi suðutækja og verkfæra.
Mikilvægi notkunar öryggis og hlífðarbúnaðar.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Velja rétta suðuaðferð miðað við efnið sem sjóða á.
Nota mismunandi suðuaðferðir og suðutæki.
Nota og meðhöndla viðeigandi verkfæri.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Sjóða mismunandi efni í yfirbyggingum bifreiða.
Velja réttar suðuaðferðir og -tæki.
Framkvæma vinnu á öruggan hátt.
Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.