Þjálfaðar eru aðferðir við að taka bifreiðar í sundur, setja saman og stilla viðeigandi hluti. Fjallað er um mikilvægi þess að vinna samkvæmt fyrirmælum framleiðenda og nota rétt verkfæri. Áhersla er lögð er á vönduð vinnubrögð og hreinlæti þegar unnið er í innréttingum.
Grunnnám bíliðngreina.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Aðferðum við að taka í sundur og setja saman mismunandi íhluti yfirbyggingar.
Frágangi og stillingu mismunandi íhluta yfirbyggingar.
Mikilvægi þess að styðjast við leiðbeiningar framleiðenda.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Taka í sundur og setja saman mismunandi íhluti yfirbyggingar.
Nota viðeigandi verkfæri og tækniupplýsingar.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Taka í sundur og setja saman mismunandi íhluti yfirbyggingar fyrir viðgerð og beita við það vönduðum vinnubrögðum.
Framkvæma lokafrágang og stillingar eftir viðgerð og gæta samræmis við fyrirmæli framleiðanda og tækniupplýsingar.
Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.