Teiknaðar rúmmyndir, farið yfir ýmsar gerðir þeirra og flutning milli myndflata. Skurðir teknir og fundnar sannar stærðir, bæði lína og flata. Æfð fríhendisteikning eða gerð rissmynda og málsetning þeirra. Farið yfir vinnuferli við gerð vinnuteikninga iðngreinarinnar. Teiknaðar útlits- og smíðamyndir úr stálplötu (1 mm og 0.8 mm) og gerðir útflatningar af smíðisgripunum. Nemandi smíðar gripi á skólaverkstæði eftir hluta af teikningum sínum.
Grunnnám bíliðngreina.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Mælikvörðum eins og 1:25 ,1:20 og 1:1.
Málsetningum teikninga.
Vinnuteikningum í greininni.
Áhöldum og tækjum til plötuvinnu.
Vinnsluaðferðum við plötuvinnu.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Gera rúmmyndir.
Gera rissmyndir.
Teikna útlitsteikningu.
Teikna smíðateikningu.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Teikna rúmmyndir og sýna að hann hafi öðlast færni í lestri rúmmynda, færslu rúmmynda milli myndflata og kunnáttu í uppsetningu rúmteikninga.
Sýna að hann hafi vald á fríhendisteikningu eða rissi sem teiknað er sem skýringarmynd við vinnu og geta málsett slíka teikningu.
Færa teikninguna í réttri stærð inn á plötuefni, efna það niður, forma það í klippum, beygivél og valsi með viðeigandi vinnsluaðferðum.
Setja saman smíðisgrip með viðeigandi samsetningaraðferðum og rétta stykkið og snyrta að smíði lokinni.
Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.