Farið er yfir framkvæmd tjónamats, móttöku bifreiðar, greiningu áverka (skemmda) og kostnaðaráætlun. Æfingar eru gerðar í framkvæmd tjónamats með og án tjónamatskerfa á borð við CABS. Áhersla er lögð á nákvæm og vönduð vinnubrögð og notkun hjálpargagna við framkvæmdina.
Grunnnám bíliðngreina.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Mikilvægi nákvæmra vinnubragða.
Eðli tjóna (mögulegum skemmdum).
Notkun tækniupplýsinga.
Framkvæmd kostnaðarmats.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Framkvæma tjónaskoðun.
Nota tækniupplýsingar.
Nota tjónamatskerfi, til dæmis CABS.
Gera kostnaðaráætlun og verkskýrslu.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Framkvæma vandað og nákvæmt tjónamat.
Gera nákvæma kostnaðaráætlun og skrifa vandaða verkskýrslu.
Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.