Í áfanganum er farið í viðgerðir á ólíkum plastefnum með aðferðum við hæfi. Mótaðir eru hlutir úr trefjaplasti og viðgerðir á þeim æfðar. Áhersla er lögð á notkun hlífðarbúnaðar og hættur sem stafa af efnum og gufum sem myndast við plastviðgerðir.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Mismunandi aðferðum við plastviðgerðir.
Virkni mismunandi efna og tækja.
Mikilvægi þess að fylgja reglum öryggi og hollustu við plastviðgerðir.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Gera við mismunandi plastefni með viðeigandi aðferðum.
Móta trefjaplast og framkvæma viðgerðir á því.
Nota viðeigandi verkfæri og tæki.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Framkvæma viðgerðir á mismunandi plastefnum á mismunandi hátt.
Móta hluti úr trefjaplasti og framkvæma viðgerðir á þeim.
Gæta fyllsta öryggis við vinnu við plastviðgerðir.
Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.