Farið er yfir grunnlögmál rafmagnsfræðinnar og hegðun straums í rafrásum. Farið yfir virkni rafmagnsteikninga og notkun þeirra við bilanagreiningu rafrása. Fjallað um notkun mælitækja og mat á niðurstöðum mælinga. Farið er yfir ljósabúnað bifreiða, með áherslu á ljósastillingar. Kenndar eru aðferðir við viðgerðir á rafleiðslum. Verkefni eru unnin í bilanagreiningum á einföldum rafrásum. Kennd er teikning einfaldra rafkerfa eftir DIN staðli. Fjallað er um netkerfi bifreiða (CAN/LIN bus).
Grunnnám bíliðngreina.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Grunnlögmálum rafmagnsfræðinnar.
Hegðun straums í rafrásum.
Uppbyggingu og notkun rafmagnsteikninga.
Notkun mælitækja og mati á niðurstöðum mælinga.
Ljósabúnaði bifreiða.
Virkni netkerfa (CAN/LIN bus).
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Framkvæma bilanagreiningu í rafbúnaði.
Gera við rafleiðslur.
Lesa rafmagnsteikningar og teikna einföld rafkerfi.
Nota mælitæki og meta niðurstöður mælinga.
Ljósastilla.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Greina bilanir í rafbúnaði.
Gera við bilaðan rafbúnað og leiðslur.
Teikna og tengja einföld rafkerfi.
Framkvæma ljósmælingar og -stillingar.
Útskýra virkni netkerfa (CAN/LIN bus).
Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.