Farið er yfir uppbyggingu og lestur smíðateikninga. Unnin eru verkefni í smíðateikningum og málsetningum þeirra. Teiknaður er hlutur og hann smíðaður. Kennd er notkun viðeigandi tækja og verkfæra, og mikilvægi nákvæmra vinnubragða. Áhersla er á notkun hlífðar- og öryggisbúnaðar.
Vinnuaðferðir og teikning 1
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Uppbyggingu smíðateikninga.
Lestri smíðateikninga.
Notkun viðeigandi verkfæra og tækja.
Notkun hlífðar- og öryggisbúnaðar.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Teikna einfaldan hlut.
Lesa smíðateikningar.
Smíða einfaldan hlut.
Nota viðeigandi tæki og verkfæri.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Teikna og smíða einfaldan hlut.
Nota smíðateikningu.
Nota viðeigandi tæki og verkfæri.
Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.