Framkvæmd eru ólík verkefni í réttingu á ytra byrði yfirbygginga. Æfðar eru mismunandi aðferðir og notkun mismunandi tækja og verkfæra. Þjálfuð er notkun fylliefna og lokafrágangur fyrir málningu. Áhersla er á að vinna samkvæmt fyrirmælum framleiðanda og reglum um notkun hlífðar- og öryggisbúnaðar.
Rétting og fylling.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Mismunandi aðferðum við réttingu yfirbygginga.
Virkni og notkun mismunandi tækjabúnaðar.
Mikilvægi þess að vinna eftir fyrirmælum framleiðanda.
Notkun fylliefna.
Mikilvægi réttrar notkunar hlífðar- og öryggisbúnaðar.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Framkvæma réttingar á ytra byrði yfirbygginga.
Nota mismunandi aðferðir og viðeigandi verkfæri og tæki.
Nota fylliefni.
Framkvæma lokafrágang fyrir málun.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Rétta ytra byrði yfirbygginga.
Nota viðeigandi aðferðir, verkfæri og tæki.
Fylgja fyrirmælum framleiðanda við vinnu sína.
Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.