Unnin eru verkefni í smíðateikningum og málsetningum þeirra, unnið er eftir reglugerð um gerð og ljósabúnað ökutækja. Kerrugrind (eða sambærilegt) er teiknuð og hún smíðað. Æfð er notkun viðeigandi tækja og verkfæra með áherslu á mikilvægi nákvæmra vinnubragða. Áhersla lögð á notkun hlífðar- og öryggisbúnaðar.
Vinnuaðferðir og teikning 1
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Mikilvægi sjálfstæðra vinnubragða.
Góðu skipulagi og undirbúningi.
Notkun smíðateikninga, verkfæra og tækja.
Reglugerðum um nýsmiði yfirbygginga og tengivagna.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Skipuleggja verkefni og reikna út magn efnis sem þarf til að vinna verkefni.
Vinna sjálfstætt.
Nota smíðateikninga.r
Smíða margbrotna hluti.
Nota viðeigandi tæki og verkfæri.
Nota upplýsingar úr reglugerðum.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Skipuleggja verkefni og efniskaup.
Vinna sjálfstætt.
Smíða margbrotna hluti.
Lesa úr reglugerðum.
Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.