Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1649783158.18

    Tjónamat og tilboðsgerð
    TJTI4BS03
    1
    Tjónamat og tilboðsgerð
    Bifreiðasmiðir
    Samþykkt af skóla
    4
    3
    Unnin eru verkefni í tjónamati og tilboðsgerð. Farið er yfir tímamælingar í tjónamatskerfum og þær sannreyndar. Æfingar í útreikningum á flatarmáli skemmda á ökutækjum. Fjallað verður um raunmælingar réttinga í tjónamatskerfum. Ítarlega verður farið yfir þá möguleika sem tjónamatskerfi bjóða upp á.
    Tjónamat
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Mikilvægi þess að framkvæma nákvæmt tjónamat.
    • Tjónamatskerfum.
    • Aðferðum sem notar eru til að mæla tjón á ökutækjum.
    • Tímamælingum tjónamatskerfa.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Gera nákvæmt tjónamat og tilboð í viðgerð.
    • Nota tjónamatskerfi.
    • Framkvæma tímamælingar í tjónamati.
    • Mæla flatarmál tjóna á ökutækjum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Meta tjón á ökutæki og gera tilboð í viðgerð.
    • Vinna við tjónamatskerfi.
    • Sannreyna tímamælingar tjónamatskerfa.
    Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.