Unnin eru verkefni í réttingu og skeytingu burðarvirkis bifreiða. Áhersla lögð á mismunandi aðferðir og notkun mismunandi verkfæra og tækja. Fjallað er um mikilvægi þess að vinna samkvæmt fyrirmælum og tækniupplýsingum frá framleiðanda. Sérstök áhersla er á notkun viðeigandi hlífðar- og öryggisbúnaðar.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Aðferðum á réttingu og skeytingu burðarvirkis.
Notkun viðeigandi verkfæra og tækja.
Notkun tækniupplýsinga frá framleiðanda.
Notkun viðeigandi hlífðar- og öryggisbúnaðar.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Rétta og skeyta burðarvirki með mismunandi aðferðum.
Nota viðeigandi verkfæri og tæki.
Nota fyrirmæli og tækniupplýsingar frá framleiðanda.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Rétta og skeyta mismunandi íhluti burðarvirkis bifreiða.
Beita mismunandi aðferðum, verkfærum og tækjum.
Vinna með fyrirmæli og tækniupplýsingar frá framleiðanda.
Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.