Nemandinn fylgir verkefnahefti og vinnur sjálfsætt viðeigandi verkefni. Áhersla er lögð á skipulag og góðan undirbúning. Í verkefnavinnunni þjálfast nemendur í notkun teikninga, skipulagi verkefna, sjálfstæðum vinnubrögðum og notkun mismunandi verkfæra og tækja. Farið er yfir mikilvægi notkunar öryggis- og hlífðarbúnaðar.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Mikilvægi sjálfstæðra vinnubragða.
Gildi góðs skipulags og undirbúnings.
Notkun smíðateikninga, verkfæra og tækja.
Mikilvægi þess að gæta fyllsta öryggis.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Skipuleggja verkefni.
Vinna sjálfstætt.
Nota smíðateikningar.
Smíða margbrotna hluti.
Nota viðeigandi tæki og verkfæri.
Gæta fyllsta öryggis.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Skipuleggja verkefni og framkvæma það frá upphafi til enda.
Vinna sjálfstætt.
Smíða margbrotna hluti.
Gera vinnusvæði sitt öruggt.
Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.