Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1649785004.14

    Lokaverkefni
    LOVE4BS05
    2
    Lokaverkefni
    Bifreiðasmiðir
    Samþykkt af skóla
    4
    5
    Nemendur útfæra verkefni sem sveinsprófsnefnd leggur fyrir og framkvæma í samræmi við kröfur nefndarinnar. Áhersla er lögð á að nemendur sýni vandvirkni, skipuleg vinnubrögð og góða umgengni. Tíminn sem tekur að ljúka verkefnum er metinn. Nemendum er gert ljóst mikilvægi þess að vinna samkvæmt fyrirmælum sveinsprófsnefndar og nota við verkið viðeigandi hlífðar- og öryggisbúnað.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Mikilvægi nákvæmra vinnubragða.
    • Smíðateikningum og málsetningu við gerð smíðaverka.
    • Helstu handverkfærum, áhöldum og tækjum sem notuð eru við réttingar.
    • Notkun tækniupplýsinga, hlífðar- og öryggisbúnaðar.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Útfæra verkefni eftir fyrirmælum sveinsprófsnefndar.
    • Beita þeim aðferðum sem þarf til að viðgerðir, teikningar og smíði sé viðunandi.
    • Velja og nota þau tæki, verkfæri og efni sem við eiga hverju sinni.
    • Nota tækniupplýsingar, hlífðar- og öryggisbúnað.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Teikna og málsetja smíðateikningar.
    • Nota helstu handverkfæri, áhöld og tæki sem notuð eru við nýsmíði og réttingar.
    • Rétta og smíða helstu verkefni sem sveinsprófsnefnd leggur fyrir.
    • Nota tækniupplýsingar, hlífðar- og öryggisbúnað.
    Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.