Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1649863391.89

    Rafmagnsfræði og mælingar
    RAFM2BV05
    5
    Rafmagnsfræði og mælingar
    Bifvélavirkjar
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Farið er í helstu hugtök og lögmál rafmagnsfræði jafnstraums, hegðum straums og spennu í rafrásum og virkni helstu íhluta í rafbúnaði og rafeindatækni. Lögð er áhersla á að nemendur geti nýtt þekkingu sína til útskýringa á virkni einfaldra rafrása og bilanagreininga á þeim. Farið er yfir virkni og notkun mælitækja og mat á niðurstöðum mælinga.
    Grunnnám bíliðngreina.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Helstu hugtökum, s.s. spennu, straumi og viðnámi.
    • Helstu lögmálum, s.s. Ohms-, Kirkhooffs- og afllögmálum.
    • Hegðun straums og spennu í rafrásum.
    • Virkni helstu íhluta rafrása.
    • Virkni helstu mælitækja.
    • Notkun helstu mælitækja.
    • Niðurstöðum mælinga.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Framkvæma útreikninga á rafrásum.
    • Útskýra virkni einfaldra rafrása.
    • Nota viðeigandi mælitæki.
    • Meta niðurstöður mælinga.
    • Bilanagreina einfaldar rafrásir.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Útskýra virkni einfaldra rafrása.
    • Reikna út spennu, straum og viðnám í rafrásum.
    • Framkvæma bilanagreiningu í einföldum rafrásum.
    • Takast á við frekari menntun í raf- og rafeindabúnaði.
    Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.