Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1649863700.92

    Gírkassar og kúplingar
    GÍKÚ2BV05
    1
    Gírkassar og kúplingar
    Bifvélavirkjar
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Farið er yfir hlutverk gírkassa, uppbyggingu og virkni þeirra. Fjallað um mismunandi gerðir gírkassa, hand- og sjálfskiptra, og íhlutir þeirra skoðaðir og skýrðir. Farið er yfir hlutverk kúplinga, uppbyggingu og virkni þeirra. Unnin eru verkefni í einföldum bilanagreiningu á gírkössum og kúplingum og viðgerðum á þeim. Áhersla er á notkun tækniupplýsinga, verkfæra, mælitækja og öruggra vinnuaðferða.
    Grunnnám bíliðngreina.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Hlutverki gírkassa og kúplinga.
    • Uppbyggingu og virkni gírkassa og kúplinga.
    • Mikilvægi notkunar tækniupplýsinga.
    • Notkun á mismunandi verkfærum og mælitækjum.
    • Mikilvægi réttra og öruggra vinnubragða.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Útskýra hlutverk og virkni mismunandi gírkassa og kúplinga.
    • Skipta um kúplingu og þjónusta gírkassa.
    • Framkvæma einfaldar bilanagreiningar.
    • Nota viðgeigandi verkfæri og mælitæki og meta niðurstöður mælinga.
    • Nota viðeigandi tækniupplýsingar.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Skipta um kúplingar.
    • Þjónusta og gera við gírkassa.
    • Framkvæma einfaldar bilanagreiningar.
    • Takast á við frekari menntun í bilanagreiningum og viðgerðum á gírkössum.
    Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.