Farið er yfir virkni og flokkun ýmissa hreyfla. Farið er yfir heiti og hlutverk íhluta. Áhersla lögð á blokk, hedd, stimpla, sveifarás og knastás. Farið yfir vinnureglu ýmissa hreyfla, tímafærslubúnað og ventlatíma. Farið yfir legur og þéttingar. Áhersla á rétta notkun verkfæra, mælitækja og tækniupplýsinga við viðgerðir hreyfla. Einnig farið yfir mikilvægi hreinlætis þegar unnið er við hreyfla.
Grunnnám bíliðngreina.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Helstu íhlutum og grunnvirkni ýmissa gerða hreyfla.
Vinnureglu og byggingarlagi hreyfla.
Tímafærslubúnaði.
Kælikerfi.
Smurkerfi.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Nota viðeigandi verkfæri og mælitæki.
Taka í sundur, mæla og setja saman hreyfil.
Framkvæma þjöppumælingu.
Nota viðeigandi tækniupplýsingar.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Taka í sundur og setja saman hreyfil samkvæmt upplýsingum framleiðanda.
Nefna íhluti og hlutverk þeirra.
Útskýra virkni hreyfla.
Nota viðeigandi verkfæri og mælitæki.
Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.