Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1649864009.18

    Uppbygging og virkni brunahreyfla
    UPBR2BV05
    1
    Uppbygging og virkni brunahreyfla
    Bifvélavirkjar
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Farið er yfir virkni og flokkun ýmissa hreyfla. Farið er yfir heiti og hlutverk íhluta. Áhersla lögð á blokk, hedd, stimpla, sveifarás og knastás. Farið yfir vinnureglu ýmissa hreyfla, tímafærslubúnað og ventlatíma. Farið yfir legur og þéttingar. Áhersla á rétta notkun verkfæra, mælitækja og tækniupplýsinga við viðgerðir hreyfla. Einnig farið yfir mikilvægi hreinlætis þegar unnið er við hreyfla.
    Grunnnám bíliðngreina.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Helstu íhlutum og grunnvirkni ýmissa gerða hreyfla.
    • Vinnureglu og byggingarlagi hreyfla.
    • Tímafærslubúnaði.
    • Kælikerfi.
    • Smurkerfi.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Nota viðeigandi verkfæri og mælitæki.
    • Taka í sundur, mæla og setja saman hreyfil.
    • Framkvæma þjöppumælingu.
    • Nota viðeigandi tækniupplýsingar.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Taka í sundur og setja saman hreyfil samkvæmt upplýsingum framleiðanda.
    • Nefna íhluti og hlutverk þeirra.
    • Útskýra virkni hreyfla.
    • Nota viðeigandi verkfæri og mælitæki.
    Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.