Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1649866160.53

    Hemlabúnaður, virkni og þjónusta
    HEVÞ2BV05
    1
    Hemlabúnaður, virkni og þjónusta
    Bifvélavirkjar
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Fjallað er um uppbyggingu og virkni hemlabúnaðar bifreiða og þá krafta sem þar verka. Nemendur öðlast skilning á virkni íhluta og kerfinu í heild ásamt þeim þáttum hafa áhrif á hemlagetu. Unnin eru verkefni í ástandsskoðun íhluta og kerfis, hemlamælingu og viðgerðum. Farið er yfir notkun verkfæra, mælitækja og tækniupplýsinga (skoðunarhandbókar) með áherslu á öryggi.
    Grunnnám bíliðngreina.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Uppbygginu og virkni hemlabúnaðar.
    • Kröfum sem gerðar eru til hemlakerfa.
    • Virkni hjálparbúnaðar í hemlakerfum.
    • Öryggis- og vinnureglum þegar unnið er að þjónustu á hemlabúnaði bifreiða.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Útskýra virkni og íhluti hemlabúnaðar.
    • Ástandsskoða og mæla hemlabúnað.
    • Nýta upplýsingar úr viðgerðabókum og skoðunarhandbók.
    • Fara eftir öryggs- og vinnureglum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Lýsa virkni mismunandi hemlabúnaðar bifreiða.
    • Ástandsskoða, mæla og sinna viðhaldi á hemlabúnaði.
    • Nota tækniupplýsingar frá framleiðanda og skoðunarhandbók til að tryggja rétta vinnuaðferð og virkni við þjónustu hemlabúnaðar.
    Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.