Farið er yfir mismunandi íhluti drifbúnaðar, mismunadrif, fjórhjóladrif, driföxla og hjólalegur. Uppbygging og virkni búnaðarins skoðuð og skýrð. Unnin eru verkefni í þjónustu, bilanagreiningu og viðgerðum búnaðarins. Áhersla er á notkun tækniupplýsinga, verkfæra og mælitækja og öruggar vinnuaðferðir.
Grunnnám bíliðngreina.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Hlutverki mismunadrifs, fjórhjóladrifs, driföxla og hjólalega.
Uppbyggingu og virkni mismunadrifs, fjórhjóladrifs, driföxla og hjólalega.
Notkun mismunandi verkfæra og mælitækja.
Mikilvægi réttra og öruggra vinnubragða.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Útskýra hlutverki og virkni mismunadrifs, fjórhjóladrifs, driföxla og hjólalega.
Þjónusta mismunadrif og driföxla.
Framkvæma einfaldar bilanagreiningar.
Gera við mismunadrif og driföxla.
Skipta um hjólalegur.
Nota viðeigandi verkfæri, mælitæki og tækniupplýsingar.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Þjónusta drifbúnað.
Bilanagreina og skipta um hjólalegur.
Bilanagreina og lagfæra driföxla.
Bilanagreina og lagfæra drif.
Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.