Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1649867775.7

    Þjónusta og ástandsskoðanir
    ÞJÁS2BV05
    1
    Þjónusta og ástandsskoðanir
    Bifvélavirkjar
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Farið er yfir framkvæmd þjónustu- og ástandsskoðana, val á hjólbörðum/felgum og hjólbarðaðviðgerðir. Fjallað um efni og varahluti, kostnaðarmat við framkvæmd ástandsskoðunar og val á hjólbörðum/felgum. Unnin eru verkefni í þjónustu-, ástandsskoðunum og hjólbarðaviðgerðum. Áhersla er lögð á notkun tækniupplýsinga og vönduð vinnubrögð.
    Grunnnám bíliðngreina.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Mikilvægi reglulegrar þjónustu.
    • Mikilvægi notkunar á réttum hjólbörðum.
    • Merkingum á hjólbörðum og felgum.
    • Efnum sem notuð eru við reglubundna þjónustu.
    • Virkni og þjónustu á TPMS kerfum.
    • Mikilvægi vandaðra vinnubragða.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Framkvæma reglubundna þjónustu.
    • Framkvæma ástandsskoðanir.
    • Kostnaðarmeta viðgerðarþætti eftir ástandsskoðun.
    • Framkvæma mat og viðgerðir á hjólbörðum. Þjónusta TPMS kerfi.
    • Nota viðeigandi verkfæri/tæki og tækniupplýsingar.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Framkvæma reglubundna þjónustu á bifreiðum.
    • Framkvæma ástandsskoðun og meta kostnað.
    • Framkvæma hjólbaraðaviðgerðir og ráðleggja um val á hjólbörðum.
    Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.