Fjallað er um uppbyggingu, virkni og íhluti rafrænnar hemlastjórnunar og hvernig hún hefur áhrif á hemlagetu og stjórnun bifreiða og bilanagreiningu hemlakerfa. Nemendur fá víðtæka þjálfun í bilanagreiningu hemlakerfa, vélrænum og rafrænum hluta. Farið er yfir notkun verkfæra, mælitækja, tækniupplýsinga og skipulags við bilanagreiningu og lagfæringu hemlakerfa.
Undirvagn og stýrisbúnaður.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Uppbyggingu og virkni rafrænnar hemlastjórnunar.
Verkfærum og tækjum sem notuð eru við bilanagreiningar.
Tækniupplýsingum og skipulagi við bilanagreiningar.
Mikilvægi vandaðra vinnubragða.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Útskýra virkni íhluta og heildarvirkni rafrænnar hemlastjórnunar.
Framkvæma bilanagreiningar og viðgerðir á hemlakerfum á öruggan hátt.
Nýta verkfæri, mælitæki og tækniupplýsingar á öruggan hátt.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Útskýra virkni og kosti rafstýrðra hemlakerfa.
Framkvæma bilanagreiningar og viðgerðir á hemlakerfum á öruggan hátt.
Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.