Farið er yfir uppbyggingu og virkni stjórnbúnaðar brunahreyfla, eins og tímafærslubúnaðar (ventlatíma), kveikikerfis og eldsneytiskerfis. Farið yfir virkni skynjara og hreyfiliða í stjórnkerfum hreyfla. Farið yfir virkni stjórnkorts í vélartölvu. Unnin eru verkefni í mælingum á merkjum skynjara og hreyfiliða og mati á niðurstöðum mælinga. Áhersla á notkun mælitækja og tækniupplýsinga.
Uppbygging og virkni brunahreyfla, Rafmagn, ýmiss búnaður.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Virkni tímafærslubúnaðar.
Virkni kveikikerfa og eldsneytiskerfa.
Virkni stjórnbúnaðar ventla.
Uppbyggingu og virkni stjórnkorts í stjórntölvu hreyfla.
Virkni skynjara og hreyfiliða í stjórnbúnaði hreyfla.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Mæla skynjara og hreyfiliði.
Nota viðeigandi mæli- og greiningatæki.
Nota viðeigandi tækniupplýsingar.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Mæla virkni skynjara og hreyfiliða í stjórnbúnaði hreyfla.
Útskýra uppbyggingu og virkni stjórnbúnaðar hreyfla.
Nota viðeigandi mæli- og greiningartæki, tækniupplýsingar og túlka niðurstöður mælinga.
Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.