Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1650361056.11

    Vélarskoðun og viðgerðir brunahreyfla
    VSVB3BV05
    1
    Vélarskoðun og viðgerðir brunahreyfla
    Bifvélavirkjar
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Nemandi öðlast leikni í að beita þekkingu sinni á grunnvirkni hreyfla og viðgerðarupplýsingum framleiðanda. Unnið við heddpakkningar. Unnið við stillingar eða skipti tímafærslubúnaðar. Ventlar stilltir. Mælingar á virkni kælikerfis, smurkerfis. Skipt um íhluti kælikerfis.
    Uppbygging og virkni brunahreyfla
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Virkni hreyfla og hvernig það lýsir sér ef virkni er ekki eðlileg.
    • Tímafærslubúnaði.
    • Eldsneytis-, kveiki-, kæli- og smurkerfum hreyfla.
    • Hvernig staðið er að skiptum á íhlutum í nefndum búnaði.
    • Notkun herslumæla, þjöppu og þrýstimæla.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Nota viðgerðarupplýsingar framleiðanda við athuganir og viðgerðir á hreyflum.
    • Nota verkfæri til þrýstiprófunar á elds-neytis-, kæli- og smurkerfum.
    • Framkvæma virknimælingar á kælikerfi.
    • Skipta um tímafærslubúnað.
    • Nota herslumæla og gráðuskífu.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Skipta um heddpakkningu á grundvelli upplýsinga framleiðanda og nota við það herslumæli og gráðuskífu.
    • Skipta um tímafærslubúnað á grundvelli upplýsinga framleiðanda.
    • Framkvæma þjöppumælingu, strokklekamælingu, stilla kveikju og eða innsprautunartíma eftir upplýsingum framleiðanda.
    • Skipta um íhluti kveikikerfis samkvæmt upplýsingum framleiðanda.
    • Stilla ventla samkvæmt upplýsingum framleiðanda.
    • Framkvæma þrýstimælingar smurkerfis og greina leka.
    • Framkvæma þrýsti- og virknimælingar á kælikerfi.
    • Skipta um íhluti kælikerfis.
    • Lofttæma kælikerfi.
    Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.