Fjallað er um uppbyggingu og virkni á ýmsum rafbúnaði, svo sem ljósa-, öryggis- og þægindabúnaði. Framkvæmdar eru bilanagreiningar og viðgerðir á búnaðinum. Áhersla er lögð á notkun mælitækja og tækniupplýsinga, og mat á niðurstöðum mælinga.
Rafmagnsfræði og mælingar, Rafmagnsteikningar og -leiðslur.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Virkni mismunandi ljósa-, öryggis- og þægindabúnaðar.
Virkni helstu íhluta.
Helstu aðferðum og mælitækjum við bilanagreiningu.
Helstu aðferðum og tækjum við viðgerðir og stillingar á íhlutum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Útskýra virkni mismunandi ljósa-, öryggis- og þægindabúnaðar.
Framkvæma bilanagreiningu/viðgerðir á mismunandi ljósa-, öryggis- og þægindabúnaði.
Nota viðeigandi mælitæki og tækniupplýsingar.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Bilanagreina og lagfæra helstu íhluti/þætti ljósa- , öryggis- og þægindabúnaðar.
Útskýra virkni ljósa- , öryggis- og þægindabúnaðar, og helstu orsakir bilana.
Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.