Fjallað er um uppbyggingu, virkni og þróun miðstöðvar og loftfrískunarkerfa bifreiða. Fjallað um umhverfisáhrif kælimiðla og mikilvægi þess að þeir sleppi ekki út í andrúmsloftið. Nemendur vinna verkefni í bilanagreiningu og þjónustu miðstöðvar og loftfrískunarkerfa, með áherslu á rétta notkun verkfæra, tækja og tækniupplýsinga. Sérstök áhersla er lög á notkun öryggis- og hlífðarbúnaðar.
Rafmagnsfræði og mælingar, Rafmagn – bilanagreining rafbúnaðar.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Öryggisþáttum sem gilda þegar unnið er við miðstöð og loftfrískunarkerfi.
Uppbyggingu og virkni íhluta miðstöðvar og loftfrískunarkerfa.
Reglum sem gilda um meðferð kælimiðla.
Skaðsemi kælimiðla á umhverfið.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Nota viðeigandi verkfæri, tæki og tækniupplýsingar, við þjónustu og viðgerðir miðstöðvar og loftfrískunarkerfa.
Meðhöndla kælimiðla.
Framkvæma ástandsskoðanir og þjónustu á miðstöð og loftfrískunarkerfum.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Sinna viðhaldi, bilanagreiningu og viðgerðum á miðstöð og loftfrískunarkerfum.
Meðhöndla kælimiðla og frostlög á viðeigandi hátt.
Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.