Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1650387713.4

    Efnisfræði bílamálara
    EFRÆ2BM01
    2
    Efnisfræði
    Bílamálarar
    Samþykkt af skóla
    2
    1
    Farið er yfir málningarefni og áferð flatar og meðhöndlun. Mat á efnum og áhöldum og framkvæmd verka. Farið yfir fyrirmæli framleiðenda ökutækja og efna. Áhersla er lögð á heilsu og gildandi öryggisreglur. Farið er yfir öryggisbúnað og meðhöndlun spilliefna.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Uppbyggingu málningarlaga.
    • Innihaldi mismunandi málningarvara.
    • Persónuvörnum í umgengni við málningarvörur.
    • Skilning á leiðbeiningum bílaframleiðenda.
    • TDS og SDS lakkframleiðenda.
    • Þeim stofnunum sem hafa eftirlit með að skilyrðum um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum sé framfylgt.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Blanda saman mismunandi efnum eftir leiðbeiningum framleiðanda (OEM).
    • Velja réttan búnað og efni til notkunar eftir leiðbeiningum framleiðanda (OEM).
    • Lýsa gerð málningarefna, samsetningu þeirra og notkunarsviði.
    • Umgangast mismunandi efni í samræmi við persónuvarnir og umhverfi.
    • Farga spilliefnum á réttan og öruggan hátt.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Gera grein fyrir leiðbeiningum og varúðarmerkingum (Pictogram).
    • Gera vinnulýsingu um algeng verkefni í málun.
    • Greina undirlög, velja rétt efni og meðhöndla þau í samræmi við opinberar öryggisreglur og leiðbeiningar efnisframleiðenda hverju sinni.
    • Geta meðhöndlað, geymt og fargað spilliefnum samkvæmt fyrirmælum framleiðenda og stofnana.
    Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.