Farið er yfir málningarefni og áferð flatar og meðhöndlun. Mat á efnum og áhöldum og framkvæmd verka. Farið yfir fyrirmæli framleiðenda ökutækja og efna. Áhersla er lögð á heilsu og gildandi öryggisreglur. Farið er yfir öryggisbúnað og meðhöndlun spilliefna.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Uppbyggingu málningarlaga.
Innihaldi mismunandi málningarvara.
Persónuvörnum í umgengni við málningarvörur.
Skilning á leiðbeiningum bílaframleiðenda.
TDS og SDS lakkframleiðenda.
Þeim stofnunum sem hafa eftirlit með að skilyrðum um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum sé framfylgt.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Blanda saman mismunandi efnum eftir leiðbeiningum framleiðanda (OEM).
Velja réttan búnað og efni til notkunar eftir leiðbeiningum framleiðanda (OEM).
Lýsa gerð málningarefna, samsetningu þeirra og notkunarsviði.
Umgangast mismunandi efni í samræmi við persónuvarnir og umhverfi.
Farga spilliefnum á réttan og öruggan hátt.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Gera grein fyrir leiðbeiningum og varúðarmerkingum (Pictogram).
Gera vinnulýsingu um algeng verkefni í málun.
Greina undirlög, velja rétt efni og meðhöndla þau í samræmi við opinberar öryggisreglur og leiðbeiningar efnisframleiðenda hverju sinni.
Geta meðhöndlað, geymt og fargað spilliefnum samkvæmt fyrirmælum framleiðenda og stofnana.
Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.