Nemendur undirvinna og sprautumála hluti sem ekki tengjast ökutækjum, t.d. innréttingar, hurðir og hönnunarmuni. Farið yfir hvernig gera skuli verklýsingar, velja efni sem hæfir undirlagi og endanlegri áferð. Farið yfir notkun á sýruhertu lakki, akrýl eða vatnslakki. Farið yfir tækjabúnað sem á við verkefni og aðstæður.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Helstu aðferðum sem tíðkast við yfirborðsmeðhöndlun í iðnaði.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Meðhöndla yfirborð undir iðnaðarmálningu.
Velja viðeigandi tækjabúnað.
Velja viðeigandi efni til notkunar.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Gera verklýsingu verkefnis í iðnaðarmálun.
Velja viðeigandi efni til notkunar á mismunandi undirlög.
Velja viðeigandi tækjabúnað sem hæfir verkefnum hverju sinni.
Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.