Nemendur nýta sér þá þekkingu, leikni og hæfni sem þeir hafa öðlast til þess að vinna verkefni sjálfstætt. Vinna eftir verk- eða vinnuáætlun til þess að endanlegt útlit og áferð sé í fullu samræmi við þær kröfur sem gerðar eru og í fullu samræmi við viðurkenndar aðferðir framleiðenda ökutækja og efna.
Vinnuaðferðir og tækni 3
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Vinnuaðferðum og tæknibúnaði sem beita þarf við undirbúning og málun ökutækja.
Notkun á réttum hlífðarbúnaði.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Meðhöndla vatnsefni.
Notfæra sér blautt í blautt aðferðir.
Eyða út litum og glæru.
Pakka inn til að ná sem bestri útkomu.
Ganga vel um og hafa snyrtilegt í kring um sig.
Að þrífa verkfæri og tæki og skila þeim af sér í góðu ásigkomulagi.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Gera verkáætlanir og magnáætlun um notkun efna í tilteknu verki.
Vinna eftir verkáætlun til þess að endanlegt útlit og áferð sé í fullu samræmi við kröfur viðskiptavinar og viðurkenndar aðferðir framleiðenda ökutækis og efnisframleiðenda.
Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.