Farið í vinnuferlið frá hugmynd að útfærslu. Nemandi setur upp vinnuteikningar og útfærir hugmyndir á flöt. Útfæra hönnun í formi auglýsingar eða skrauts. Ýmis verkefni tengd álímingu og frjálsri aðferð við skreytingu ökutækja eru unnin.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Hugmyndafræði myndrænnar tjáningar og framsetningu á skreytingum og hönnun.
Álímingu filmu, límmiða og auglýsinga.
Airbrush og möguleikum þess.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Setja upp vinnuteikningar og yfirfæra á flöt.
Setja upp filmu á bíl með hjálp viðeigandi tækja, s.s. hitablásara, sápuvatns og sköfu.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Teikna upp myndir með formum og málsetningu.
Teikna vinnuteikningu.
Nýta formtilfinningu sína og skilning á flatarmáli og litavali.
Filma ökutæki og aðra hluti.
Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.