Nemendur læra aðferðir sem notaðar eru við mössun á gömlu og nýmáluðu yfirborði bifreiða. Farið yfir efnisþætti og verkfæri ætluð til mössunar og mikilvæga þætti í þrifum og undirbúningi. Skoðaður er frágangur á bifreiðum fyrir og eftir viðgerð. Gerðar æfingar í gæðastjórnun, móttöku og afhendingu.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Mössun og hvaða tilgangi sá verkþáttur þjónar.
Nákvæmnisvinnu sem felst í að slípa og massa upp lakk.
Mikilvægi þrifa á bifreiðum fyrir málningu og eftir mössun.
Samsetningu og rifi bíla og mikilvægi góðs skipulags við slíkt verk.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Massa upp lakk.
Slípa upp galla og laga eins og hægt er með mössun og öðrum aðferðum tengdum mössun til þess að fá sem nákvæmasta útkomu.
Þrífa bíla svo viðunandi árangur náist sem tryggir góða útkomu.
Taka í sundur hluti og setja saman í bifreiðum sem unnið er við.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Kunna skil á því hvað felst í því að massa og hverju það skilar.
Beita öguðum og nákvæmum vinnubrögðum við að rífa í sundur bíla og setja saman.
Massa yfirborðsfleti bíla.
Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.