Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1650898356.3

  Spænska 2
  SPÆN1BB05
  None
  spænska
  Framhaldsáfangi
  í vinnslu
  1
  5
  MA
  Viðfangsefni undanfarans eru rifjuð upp og sett í nýtt samhengi. Áfram er unnið að aukinni færni nemenda í lesskilningi, tali, hlustun og ritun þar sem menningu spænskumælandi landa er fléttað inn í kennsluna. Orðaforði er aukinn og ný málfræðiatrið þjálfuð. Nemendur þurfa í auknum mæli að tjá sig munnlega. Textar verða smám saman lengri og þyngri. Nemendur læra að tjá sig við fjölbreyttari aðstæður. Kennsluaðferðir verða einnig fjölbreyttari þegar kröfur verða meiri. Í áfanganum er aukin áhersla á að kynna spænskumælandi þjóðir víða um heim. Nemendur auka orðaforða sinn og þjálfast í nýjum málfræðiatriðum með hliðsjón af færnimarkmiðum áfangans. Sem fyrr eru nemendur hvattir til sjálfstæðra vinnubragða og þeir nýti sér ýmis hjálpargögn s.s. orðabækur, málfræðibækur og netið við upplýsingaöflun.
  SPÆN1AA05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að ná leikni- og hæfnimarkmiðum áfangans
  • helstu grunnatriðum spænsks málkerfis sem nauðsynleg eru til að ná hæfnimarkmiðum áfangans
  • fengið aukna innsýn í menningu, samskiptavenjur og siði spænskumælandi þjóða
  • einföldum samskiptum og tjáningu í mæltu og rituðu máli, formgerð og byggingu texta og vera meðvitaðri en áður um muninn á ólíkum málsniðum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skilja einfaldar setningar, spurningar og upplýsingar sem tengjast daglegum athöfnum hans og líðan
  • skilja lykilatriði í stuttum frásögnum í bókum og blöðum
  • skilja einfaldar leiðbeiningar þegar talað er hægt og skýrt
  • skilja stutt persónuleg bréf þar sem sagt er frá daglegu lífi, atburðum, tilfinningum og óskum þegar beðið er um upplýsingar
  • skilja stutt skilaboð þar sem koma fram boð og bönn
  • geta spurt og svarað einföldum spurningum um liðna atburði
  • geta aflað sér einfaldra hagnýtra upplýsinga
  • skrifa einfaldan texta um málefni sem nemandinn þekkir
  • lýsa reynslu eða skoðunum sínum og tjá tilfinningar sínar
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • fara eftir einföldum leiðbeiningum, skilaboðum og tilkynningum sem tengjast daglegum athöfnum
  • greina lykilatriði í stuttum rauntextum
  • geta tjáð boð og bönn og gefið ráð
  • geta sagt einfalda sögu og lýst liðnum atburðum og reynslu í stuttu máli
  • takast á við tilteknar aðstæður í samskiptum og beita viðeigandi mál- og samskiptavenjum
  • miðla á einfaldan hátt eigin skoðunum, þekkingu og tilfinningum sem og persónulegri reynslu
  • þróa með sér aga, metnað, sjálfstæð vinnubrögð, jákvæðni og trú á eigin getu í spænskunámi
  • nýta þekkingu og leikni til að leysa úr viðfangsefnum einn eða í samstarfi við aðra
  Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.