Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1656593177.48

  Krossgötur - skóli og umhverfi
  KROS1SU01
  1
  Krossgötur
  Skóli og umhverfi
  Samþykkt af skóla
  1
  1
  Áfanginn er ætlaður öllum nýnemum og er ætlast til þess að nemendur taki áfangann á fyrstu önn framhaldsskólans. Í áfanganum læra nemendur á nýja skólann, kynnast skólaumhverfinu, því námi sem þar fer fram og leiðum sem geta hjálpað til við námið. Farið er í gegnum ýmis atriði sem hjálpa nemendum að fóta sig í framhaldsskóla, s.s.námsbrautir, nemendaumsjónar- og kennslukerfi, notkun bókasafns- og upplýsingamiðstöðvar og félagslíf skólans. Einnig verður fjallað um námsstíla og vinnubrögð í námi.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • skólanum, kerfum hans, þjónustu og umhverfi.
  • því námi og þeim námsmöguleikum sem í boði eru.
  • árangursríkum námsaðferðum og miklvægi þess að setja sér markmið.
  • góðum prófaundirbúningi og leiðum til að draga úr prófkvíða.
  • því félagslífi sem í boði er.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • gera námsáætlun.
  • nýta sér góð vinnubrögð, góða námstækni og setja sér raunhæf viðmið.
  • skoða námframboð og námsleiðir innan skólans.
  • nýta sér það félagslíf sem í boði er.
  • nýta kerfi, þjónustu og aðstöðu skólans.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • nota árangursrík vinnubrögð í námi.
  • velja sér leið í gegnum framhaldsskólakerfið og skipuleggja nám sitt.
  • nýta þá þjónustu og aðstöðu sem skólinn býður upp á til að styðja við nám sitt og félagsleg samskipti.
  Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá.