Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1656665949.01

    Krossgötur - heilbrigði og forvarnir
    KROS1HF01
    2
    Krossgötur
    Jafnrétti, kynheilbrigði og forvarnir
    Samþykkt af skóla
    1
    1
    Í áfanganum er áhersla lögð á forvarnir í víðu samhengi, s.s. tóbak og vímuefni, tölvu- og netnotkun og hegðun í umferðinni. Einnig verður sjónum beint að kynheilbrigði og hvernig samskipti, tilfinningar og samfélagið hefur áhrif á hugmyndir og væntingar til kynlífs. Fjallað verður um jafnréttismál og staðan í samfélaginu skoðuð með tilliti til þess.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi kynheilbrigðis.
    • algengum kynsjúkdómum og getnaðarvörnum.
    • hugtökum tengdum kynheilbrigði, t.d. kynvitund, kynhneigðir, kynlíf, klám og klámvæðing.
    • því hvaða áhrif sjálfsmynd og tilfinningar hafa á kynlífshegðun einstaklinga.
    • algengum vandamálum sem upp koma í kynlífi og frjósemi.
    • ýmsum áhættuþáttum í lífi ungmenna s.s. tóbak og vímuefni, tölvu og netnotkun og hegðun í umferðinni.
    • því að jafnréttismál varða allt samfélagið.
    • staðalímyndum um kvenleika og karlmennsku.
    • kynbundnu ofbeldi sem og kynferðislegu ofbeldi.
    • umferðaröryggi.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • þekkja eigið viðhorf til kynlífs.
    • tjá eigin skoðanir.
    • nota viðeigandi samskipti sem einkennast af virðingu.
    • fjalla um kynheilbrigði og kynlíf af virðingu og umburðarlyndi.
    • skoða og meta eigið heilbrigði og velferð og taka ábyrgð á eigin hegðun.
    • greina mýtur, fordóma og ranghugmyndir í tengslum við staðalímyndir og kynhegðun.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • taka ábyrgð á eigin lífi og gjörðum m.a. með ábyrgri afstöðu til áhættuhegðunar.
    • líta á veröldina út frá sjónarhorni ólíkra hópa í samfélaginu.
    • stuðla að bættu umferðaröryggi.
    • stuðla að eigin kynheilbrigði.
    • geta tekið vel ígrundaðar ákvarðanir varðandi eigið kynheilbrigði.
    • geta séð og borið virðingu fyrir sjónarmiði annarra varðandi kynlíf og kyntjáningu.
    • vera meðvitaður um mikilvægi opinna samskipta og virðingu í kynferðislegum samskiptum/tilhugalífi.
    • þora að spyrja spurninga og láta eigin skoðanir í ljós.
    Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá.