Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1658830558.86

    Grunnáfangi í félagsfræði
    FÉLA1SS05
    23
    félagsfræði
    almennur yfirlitsáfangi, inngangur að félagsfræði
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum verður lagður grunnur sem á að gagnast nemendum í frekara námi í félagsvísindum og til þátttöku í samfélagslegri umræðu um ýmis málefni. Áhersla er lögð á nemendur öðlist skilning á nauðsynlegum hugtökum til að geta stundað nám í félagsvísindum og að nemendum verði tamt að nota þessi hugtök í daglegu tali. Þetta eru t.d. hugtök eins og jafnrétti, gildi, kynhlutverk, lýðræði og margt fleira. Markmið áfangans er einnig að bæta fjölmiðlalæsi nemenda og að nemendur temji sér gagnrýnt hugarfar við öflun og upptöku upplýsinga af öllu tagi. Lagt er upp með umræður um málefni líðandi stunda stýri að miklu leiti viðfangsefni áfangans hverju sinni ásamt umfjöllun um þau hugtök sem liggja til grundvallar þeirri umræðu
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnhugtökum félagsfræðinnar
    • samfélagslegum málefnum líðandi stundar
    • grunnhugtökum sem eru nauðsynlegt til að fá skilning á málefnum líðandi stunda
    • helstu hugtökum og hugmyndum í hinseginfræðum
    • helstu hugtökum og hugmyndum í kynjafræði
    • helstu hugtökum og hugmyndum varðandi jafnrétti
    • helstu hugtökum og hugmyndum varðandi lýðræði
    • gagnsemi félagsfræðilegrar umræðu um samfélagsleg málefni líðandi stundar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • taka virkan og upplýstan þátt í samfélagslegri umræðu
    • beita helstu hugtökum félagsvísinda á réttan hátt
    • beita gagnrýnni hugsun á málefni líðandi stunda
    • beita gagnrýnni hugsun í námi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • beita gagnrýnni hugsun leik og námi
    • leggja mat á upplýsingar um menningar- og samfélagstengd málefni líðandi stundar
    • leggja mat á fordóma gagnvart tilteknum menningar- og þjóðfélagshópum og greina mögulegar ástæður þessara fordóma
    • tengja félagsfræðileg hugtök við daglegt líf og sjá notagildi þeira
    • leggja mat á eigin félagsmótun og efla eigin sjálfsmynd
    • tileinka sér viðhorf sem einkennast af almennum jafnréttissjónarmiðum og taka þátt í lýðræðislegri samræðu og samstarfi
    • taka þátt í rökræðum um samfélagsleg málefni
    • takast á við frekara nám í félagsvísindum
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá