Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1660209734.08

    Kalda stríðið
    SAGA3KS05
    50
    saga
    Kalda stríðið
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Fjallað er um upphaf og orsakir kalda stríðsins, gang þess og endalok. Tímabilið sem áfanginn tekur til er 1945-2020. Einnig er farið ítarlega í það hvernig stríðið í Úkraínu tengist kalda stríðinu. Munur á vestrænum ríkjum og Sovétríkjanna borinn saman í formi menningar, stjórnarfars, viðhorfs og áhrifa í öðrum ríkjum heimsins. Nemendur fá þjálfun í að miðla sögulegum upplýsingum. Í áfanganum verður farið í ferð til Berlínar þar sem minjar kalda stríðsins verða skoðaðar.
    SAGA2MS05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hugmyndafræðilegum ágreiningi Bandaríkjanna og Sovétríkjanna
    • helstu atburðum kalda stríðsins með tilliti til mismunandi tímabila, leiðtoga, samfélagsviðhorfa og menningarheima
    • hvernig Berlín var miðpunktur átaka um Evrópu
    • helstu stöðum og minnisvörðum sem tengjast kalda stríðinu í Berlín
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • taka sjálfstæðan þátt í lýðræðislegu samstarfi og samræðu við aðra um söguleg málefni og frætt aðra um málefni
    • vega og meta mismunandi skoðanir og heimssýn ólíkra menningarheima, og brugðist við þeim á fordómalausan og réttvísan hátt
    • fást við samfélagsleg og siðferðileg málefni af mismunandi sjónarhólum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • beitt rökfræði og gagnrýnni hugsun í að meta gæði heimilda
    • unnið með sögulegan texta og sett fram skoðun sína á rökrænan hátt