Í áfangum er farið yfir ráðleggingum frá Embætti landlæknis um mataræði og næringarefni. Nemendur setja saman matseðla og dagsfæði samkvæmt þeim ráðleggingum. Fjallað verður um vörumerkingar og innihaldslýsingar matvæla.
Áhersla er lögð á að efla færni í útivist og líkamlegt hreysti og unnið með staðbundna útikennslu. Í öllum þáttum námsefnis er unnið með samskipti, virðingu og samvinnu. Áhersla er lögð á reynslu frá fyrstu hendi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Helstu næringarefnin í matnum og vita hvar þau er að finna
Ráðleggingum Embættis landlæknis um næringu
Innihaldslýsingar á umbúðum utan um neysluvörur
að nota útivist sem líkamsþjálfun
að hægt sé að bæta þol og úthald með göngum og útivist
að geta nýtt nærumhverfi til útivistar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Lesa næringargildi einstaka fæðutegunda
Lesa og nýta sér upplýsingar á matarumbúðum
undirbúa sig í stuttar útivistarferðir
ganga úti í náttúrunni
efla líkamlega, andlega og félagslega heilsu
umgangast aðra með góðum samskiptum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
efla heilsu sína
geta valið sér fæðu samkvæmt ráðleggingu Embættis landlæknis
geta sett saman hollan dagsmatseðil
geta lesið innihaldslýsingar á umbúðum utan um neysluvörur
ganga úti í náttúrunni sér til skemmtunar og heilsubótar
geta gengið í gönguhópi og fylgt farastjórn
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.