Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1661269029.13

    Fjallamennska og útivist
    FJÚT1FH03
    2
    Fjallamennska og útivist
    Fjallamennska og heilsuefling
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    Meginmarkmið áfangans er að efla áhuga nemenda á útivist og náttúru landsins ásamt því að auka færni þeirra og sjálfstæði þegar kemur að útivist, einkum fjallgöngum. Farið er yfir ýmis grunnatriði er varða undirbúning gönguferða og almenn öryggisatriði s.s. varðandi útbúnað, næringu og nesti, þjálfun, rötun og kortalestur ásamt umgengni við náttúruna. Undirtónn áfangans er að nemendur læri að meta náttúru Íslands og fjallgöngur sem áhugamál og heilsueflingu og kynnist ýmsum göngusvæðum landsins, bóklega og að hluta til verklega. Áfanginn er því að stórum hluta verklegur þar sem farið verður í ýmsar fjall- og náttúrugöngur, einkum í nærumhverfinu. Í göngunum verður ýmiss konar þvegfaglegri fræðslu fléttað inn í kennsluna, s.s. náttúrufræði, landafræði og örnefni göngusvæðanna ásamt jarðfræði og jafnvel þjóðsögum um göngusvæðin.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnatriðum varðandi undirbúning gönguferða og almenn öryggisatriði
    • grunnbúnaði til fjallamennsku
    • umgengni við náttúru landsins
    • tækifærum til fjallamennsku og útivistar á Íslandi, einkum í nærumhverfi sínu og þekkja ýmis göngusvæði landsins og örnefni
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • kynna sér gönguleiðir og undirbúa gönguferðir
    • bæta eigið gönguþol og göngufærni
    • meta aðstæður úti í íslenskri náttúru
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • átta sig á gildi fjallamennsku sem heilsueflingu fyrir líkama og sál
    • undirbúa og fara í stuttar fjallgöngur í nærumhverfinu á eigin vegum
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.