Í þessum valáfanga í tölvuleikjafræði er áhersla lögð á yndisspilun með það fyrir augum að gefa nemendum tækifæri á að skoða fjölbreytta tölvuleiki og að nemendur þrói bæði skilning og getu. Geti greint virkni og áhrif tölvuleikja og séð þá frá nýjum sjónarhornum. Áhersla er lögð á sjálfstæða hugsun og sjálfstæð vinnubrögð, nemendur vinna sjálfstætt að verkefnum og að þeir þjálfist í að að tjá hugsun sína skirt í ræðu og riti og rökstyðja skoðanir sínar.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
að spila óhefðbundna tölvuleiki
að lesa sér til fræðslu og ánægju gagnrrýnin texta um tölvuleiki
hvernig tölvuleikir geta nýst þeim á jákvæðan hátt í lífi og starfi
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa fræðilegan texta um tölvuleiki
beita gagnrýnni hugsun í greiningu tölvuleikja
tjá sig um greiningu á tölvuleikjum
tengja tölvuleiki við eigin reynslu og veruleika
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
nýta tölvuleiki sem jákvætt afl í lífi og starfi
geta greint sögulegt, félagslegt eða menningarlegs samhengi í tölvuleikjum
geta tileinkað sér nýja þekkingu á markvissari hátt
Leiðsagnarnám. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.