Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1663854536.24

    She Runs
    ÍÞSÞ2SR02
    1
    Íþróttir starfsþjálfun
    She Runs
    Samþykkt af skóla
    2
    2
    Markmið áfangans er að veita nemendum tækifæri til að þjálfa sig í hlutverki leiðtogans byggt á grundvelli íþrótta. Áfanginn er ætlaður þeim sem vilja öðlast þjálfun í verkefnastjórn og hafa vilja til að efla leiðtogahæfni sína. Nemendur fá tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum sem tengjast margskonar menningu, menntun og nýsköpun. Nemendur taka þátt í stóru verkefni á vegum ISF (International School Sport Federation).
    ÍÞRF2ÞJ05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • leiðtogahlutverkinu
    • ólíkum hlutverkum leiðtoga
    • sínum eigin styrkleikum og veikleikum
    • gagnrýnni hugsun
    • mikilvægi jafnréttis
    • mikilvægi á þátttöku kvenna í stjórnun og leiðtogastörfum
    • mismunandi aðferðum í leiðtogaþjálfun
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • taka þátt í fjölbreyttum verkefnum
    • leiðbeina
    • skipuleggja viðburð
    • framkvæma viðburð
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • taka að sér ólík verkefni
    • leiðbeina hópum og stýra verkefnum
    • bjóða sig fram í fjölbreytt leiðtogahlutverk