Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1664974679.18

    Heimsmarkmið - umhverfi og sjálfbærni
    UMHV2SU05
    22
    umhverfisfræði
    sjálfbærni og umhverfi
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er fjallað um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, umhverfismál og sjálfbærni, meðal annars út frá umhverfisvernd, mannréttindum, heilbrigði og félagslegri velferð. Nemendur vinna ýmiss konar verkefni þar sem þeir kynna sér umhverfismál og leitast við að finna lausnir á þeim.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • áhrifum loftslagsbreytinga á menningu og náttúru í hnattrænu samhengi
    • merkingu heimsmarkmiðanna
    • tengslum milli umhverfis, hegðunar neytenda og mannréttinda
    • gróðurhúsaáhrifum, orsökum þeirra, afleiðingum, hvar ábyrgðin liggur og mögulegum lausnum
    • fjölbreyttum leiðum einstaklingsins til vistvænna lifnaðarhátta
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tengja heimsmarkmið við umhverfisvernd og hnattrænt jafnræði
    • flokka, endurnýta og endurvinna til að minnka umhverfisáhrif - meta áhrif daglegs lífs á umhverfið, meðal annars með því að nýta sér hugtakið vistspor (e. ecological footprint)
    • útskýra og beita hugtakinu sjálfbærni
    • ræða og rökstyðja hvernig mannréttindi, hagkerfi og umhverfisvernd tengjast sjálfbærni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vera meðvitaður og gagnrýninn neytandi
    • átta sig á áhrifum hvers einstaklings sem neytanda á umhverfi og samfélög
    • taka þátt í nýsköpun sem leiðir til sjálfbærni
    • minnka umhverfisáhrif sín með því að velja umhverfisvænar vörur, draga úr sóun og endurnýta eða endurvinna það sem hægt er á skapandi og nýstárlegan hátt
    • ræða og túlka á gagnrýninn hátt upplýsingar sem tengjast umhverfismálum
    • vera virkur og ábyrgur þátttakandi í umræðu um umverfismál og mannréttindi
    Í áfanganum er viðhaft símat alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.