Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1665415247.76

    Lífið eftir útskrift
    STEF3LÚ05
    1
    Stefnumótun, náms- og starfsfræðsla
    Lífið eftir útskrift
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á sjálfsskoðun í víðu samhengi. Unnið er með verkfæri sem gerir nemandanum kleift að ígrunda hugmyndir um framtíðina hvort sem er í námi, starfi eða einkalífi. Í ferðalagi nemenda um hugarheiminn er ætlast til að þeir ígrundi hlutverk sitt í lýðræðis- og jafnréttissamfélagi og hvernig það hlutverk hefur áhrif á ákvarðanatöku, hugmyndir, gildi, markmið og  samskipti. Unnið er með helstu hugmyndir í náms- og starfsvali, verkefnastjórnun og leiðtogafærni. Horft er á efnið út frá fjölbreyttum sjónarhornum þar sem lögð er áhersla á lýðræði, jafnrétti og mannlegt atferli.
    Að nemendur hafi lokið 100 einingum af námi til stúdentsprófs og þar af 15 einingum á þriðja þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • viðfangsefni leiðtogafærni og stefnumótunnar
    • greiningartólum á borð við SVÓT og SMART
    • hugtökum samtalstækni
    • aflfræði hópa og áhrif samfélagsins á samskipti
    • hugtökum/aðferðum sem tengjast hugmyndavinnu og nýsköpun
    • hvar og hvernig megi leita að námi/starfi hérlendis og erlendis
    • fræðunum á bakvið áhugakannanir
    • hugtökum á borð við gildi, markmið og leiðtogafærni og mikilvægi þeirra til að móta skýra framtíðarsýn
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nýta sér leiðtogafærni í leik og starfi
    • þróa með sér samtalstækni á gagnrýninn hátt
    • framkvæma SVÓT greiningu
    • setja fram SMART markmið
    • ræða á gagnrýninn máta um eðli hópastarfs og hlutverk hvers og eins innan hóps
    • búa til náms- og starfsferilskrá
    • geta lesið úr niðurstöðum áhugakannana og nýtt niðurstöður í leit að námi og/eða starfi
    • undirbúa sig fyrir atvinnuviðtal
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • velja nám og/eða starfsvettvang sem hentar áhugasviði hvort svo sem er hérlendis eða erlendis
    • nýta þau verkfæri sem notuð eru í áfanganum til þess að setja fram persónulega stefnumótunaráætlun þar sem sérstaklega er horft til gilda, markmiða og framtíðarsýnar með samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi
    • auka færni sína í samtalstækni í leik og starfi
    • þróa hugmynd frá grunni með verkfærum verkefnastjórnunar og finna leiðir til þess að koma henni í framkvæmd
    Leiðsagnarnám. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.