Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1665651949.96

  Íslenska
  ÍSLE3RÁ05
  124
  íslenska
  Skapandi íslenska með margmiðlun
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Skapandi íslenskuáfangi með áherslu á „framleiðslu“ á stuttum sögum, ævintýrum, frásögnum og fræðslu fyrir börn sem birtar yrðu á myndrænan og leikrænan hátt með hjálp margmiðlunarforrita og appa og deilt á internetið þannig að þau verði aðgengileg ungum áhorfendum.
  10 ein. á 2. þrepi í íslensku
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • mismunandi frásagnaraðferðum og framsetningu í barnabókmenntum
  • mismunandi verkfærum til myndvinnslu, hljóðvinnslu og gerð margmiðlunarefnis
  • eigin samfélagslegri ábyrgð á innihaldi og birtingu efnis á netinu
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • tjá sig á skýran, gagnrýninn og skapandi hátt um þá þekkingu sem hann öðlast í áfanganum
  • nota gagnrýna hugsun við skrif, úrvinnslu og túlkun fyrir unga notendur
  • sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum við útfærslu verkefna
  • nota mismunandi verkfæri til myndvinnslu, hljóðvinnslu og gerð margmiðlunarefnis
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • geta metið efni af neti og samfélagsmiðlum á gagnrýninn hátt og áhrif þess, jákvæð og neikvæð, á neytendur á mismunandi aldri
  • sýna þroskaða siðferðisvitund, víðsýni, sköpunarhæfni og samlíðan í verkefnum sínum
  • semja íslenskt efni ætlað börnum
  • búa til margmiðlunarefni svo sem teiknimyndir, brúðumyndir og hikmyndir (e. stop motion) með íslensku tali
  Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og er mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.